Padi Open Water Námskeið

Námskeiðið er svohljóðandi:

  • Nemendur fá PADI bókapakka í hendurnar og byrja á því að lesa og gera verkefnin í bókinni. ATH Allt kennsluefni er á ensku
  • Gott er að horfa á DVD kennsludiskinn sem fylgir og stúdera hann vel

Bóklegt nám

  • Farið verður yfir bókina og verkefnin í henni. Einnig verðum við með köfunarbúnað til sýnis
  • Horfum saman á DVD diskinn og ræðum saman um köfun og öryggi
  • Endum svo á því að taka bóklega lokaprófið sem er krossapróf
  • Bæði er hægt að taka prófið á íslensku og ensku

Köfun í sundlaug , verklegar æfingar

  • Framkvæmdar verða allar helstu grunnæfingar köfunar.
  • Hver og einn verður í öllum þeim köfunarbúnaði sem þarf til að komst í kaf
  • Verðum líka í þurrbúningnum í lauginni

Köfun í sjó

  • Hver og einn notar sama búnaðinn og í sundlauginni. Komum til með að taka 4-5 kafanir í sjónum, endurtökum og förum vel yfir verklegu æfingarnar úr sundlauginni
  • Í lokin tökum við svo skemmtilegar kafanir og skoðum dýralíf og náttúru sem aðeins örfáum gefst kostur á að skoða.

Innifalið í námskeiðinu

  • Kennslugögnin frá PADI
  • Leiga á öllum nauðsynlegum köfunarbúnaði á námskeiðinu
  • Alþjóðlegt köfunarskirteini frá PADI

Verð 120.000. kr

ATH

  • Ákveði nemandi að ljúka ekki námskeiðinu fæst það ekki endurgreitt